Select Page

Ég heiti Esther Ösp og er fædd á þrettándanum árið 1984. Ég er Fáskrúðfirðingur en bý á Reyðarfirði með manni frá Norðfirði. Við eigum barn og hund.

Mér finnst allskyns hlutir skemmtilegir og áhugaverðir og fannst alltaf skelfileg tilhugsun að þurfa að verða eitthvað ákveðið þegar ég yrði stór – svo ég sleppti því. Í háskóla er ég búin að læra íslensku, fjölmiðlafræði, ritstjórn og útgáfu. Með þessa menntun getur maður unnið við svo margt. Það er gott.

Ég hef starfað sem kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins í nokkur ár. Þar á undan prófaði ég að kenna í grunnskóla, sjá um heimasíður og þýða. Við hjónin rekum Gjallarhorn, lítið fyrirtæki sem gerir eitt og annað sem okkur finnst skemmtilegt. Ég sit mitt annað kjörtímabil í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Þessi síða ber víðfeðmu (og stundum tilviljanakenndu) áhugasviði vitni. Hér er skrifað um allt og ekkert, eftir þörfum og nennu.