Select Page

„Vantar ekkert. Á nóg af öllu. Langar ekki í neitt sérstakt.“

Hvað gefur maður svona fólki í jólagjöf? Ef þetta er sama fólkið og er að reyna að hemja sig að heimsækja barnabarnið/frænkuna ekki daglega og finnst aldrei nóg af myndum eða fréttum af henni, þá eru hér tvær hugmyndir – báðar heimatilbúnar.

Jólagjafir

Jólagjafir

Í bókina raðaði ég saman allskyns myndum frá fyrsta árinu hennar Iðunnar Elísu á einar 80 blaðsíður. Brotið er frekar lítið og skemmtilegt (18 x 18 cm) og bókin er prentuð hjá Blurb (sem ég þreytist ekki á að dásama).

Kúluna keypti ég í Ikea fyrir nokkrum árum. Ég notaði föndurlit frá Mörthu Stewart og strauk honum yfir hendina á Iðunni Elísu með svampi. Á hinni hliðinni eru síðan límstafir skornir sérstaklega út fyrir þetta verkefni en það er auðvitað hægt að kaupa allskyns límstafi í föndurbúðum.

Af augljósum ástæðum var ekki hægt að birta þessar myndir fyrir jól en kannski nýtast þær einhverjum sem hugmyndir fyrir næstu jólapakka. Þær slógu allavega í gegn hér.