Select Page

Í dag er frumburðurinn eins árs. Heilt ár liðið frá því ég missti vatnið eins og í bíómyndunum og skömmu síðar kom Iðunn Elísa í heiminn á meðan „Hjálpum þeim“ hljómaði í útvarpinu. Viðeigandi.

Í tilefni dagsins rúttuðum við til í stofunni og bökuðum köku sem mátti skemma. Það er nú lágmark að fá að skemma eina köku þegar maður á afmæli í fyrsta sinn.