Select Page

Um kvennafundi og karlaklúbba

Ræða flutt á bæjarstjórnarfundi í Fjarðabyggð, 13. ágúst 2015. Á fundinum var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað og hann sátu því aðeins kvenkyns bæjarfulltrúar.   Í dag sitjum við hér, í fyrsta skipti, bara konur sem kjörnir fulltrúar á...

read more

Tvær jólagjafahugmyndir – fyrir næstu jól

„Vantar ekkert. Á nóg af öllu. Langar ekki í neitt sérstakt.“ Hvað gefur maður svona fólki í jólagjöf? Ef þetta er sama fólkið og er að reyna að hemja sig að heimsækja barnabarnið/frænkuna ekki daglega og finnst aldrei nóg af myndum eða fréttum af henni, þá eru hér...

read more

Kökuskrímslið

Í dag er frumburðurinn eins árs. Heilt ár liðið frá því ég missti vatnið eins og í bíómyndunum og skömmu síðar kom Iðunn Elísa í heiminn á meðan „Hjálpum þeim“ hljómaði í útvarpinu. Viðeigandi. Í tilefni dagsins rúttuðum við til í stofunni og bökuðum köku sem mátti...

read more

Börn í blindhæðarússíbana, daglegar ferðir í boði

Stundum er gott að horfa á hlutina úr svolítilli fjarlægð og fá annað sjónarhorn en það sem blasir við þegar maður er sjálfur að garfast í hlutunum. Í dag sat ég heima og horfði á bæjarstjórnarfund í Fjarðabyggð af því að ég komst ekki á hann sjálf.1 Fundurinn var...

read more

Í skóinn

Athugið að í þessum skrifum koma fram andsamfélagslegar hugmyndir um hverjir gefa börnum í skóinn. Við foreldrarnir fórum að velta því fyrir okkur um daginn hvenær barnið okkar ætti að byrja að fá í skóinn. Núna veit það ekki hvað snjórinn sem það sá í fyrsta sinn í...

read more

Tveir fyrir einn

  Þegar handóður 10 mánaða gamall gríslingur er á heimilinu er vissara að fjarlægja þá hluti sem eru í seilingarfjarlægð og manni þykir vænt um. Aðra hluti er allt í lagi að láta vera og freista þess jafnvel að nota þá til að kenna umræddum gríslingi að skemma ekki...

read more

Della

Ég hef fengið ýmis konar dellu í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að prjóna og stundum prjóna ég eina peysu, þrjú pör af vettlingum og tvö teppi í einum og sama mánuðnum. Svo legg ég prjónana til hliðar og snerti þá ekki nokkra mánuði. Í millitíðinni rifja ég upp...

read more

Ikea

Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér síðustu daga, svo mikið reyndar að ég opnaði ekki Ikea-bæklinginn fyrr en næstum viku eftir að hann barst inn á hemilið. Viku! Það er heil eilífð þegar brakandi ferskur Ikea-bæklingur er annars vegar. Á þessari viku hef...

read more

Fjöruferð

Við fórum í fyrstu fjöruferðina með Iðunni Elísu um helgina. Tími til kominn að sýna henni bæði sjó og sand í...

read more

Smíðavellirnir í Sunnugerði

Varúð. Hér á eftir fara plebbaleg skrif um sólpall. Á þeim hafa líklega fáir aðrir lyst en garðáhugafólk, frístundasmiðir og skógræktarmenn. Eitt af því sem ég hef lært á þessum fimm árum sem ég hef átt húsnæðislán er að öruggasta leiðin til að lenda á spjalli við...

read more